Skip to Content

Magnús fór holu í höggi á par-4 braut

Laugardagur, 9. september 2017 - 16:36
Magnús Þór tekur hér boltann sinn úr holu eftir höggið góða.

Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í gær. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga.