Skip to Content

Lærum af þeim bestu!

Miðvikudagur, 19. júlí 2017 - 18:58
Þessir kappar mæta og leiðbeina þeim sem vilja læra meira.

Meistaraflokks kylfingar Golfklúbbs Kiðjabergs ætla að vera með kennslu á Kiðjabergi þriðjudaginn 25. júlí milli klukkan 15-17. Kennslan er hugsuð fyrir alla klúbbmeðlimi sem mæta. Skipt verður upp í hópa og farið yfir pútt, vipp, járnahögg og dræv.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér kennslu þeirra bestu!