Skip to Content

Gkb

 • Fimmtudagur, 10. maí 2018 - 10:31
  Vinnudagur og opnun vallar

  Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa í Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn laugardaginn 12. maí. Mæting við vélaskemmu kl. 10:00. Unnið verður til kl. ca. 14:00. Að loknum vinnudegi verður Rakel í Golfskálanum með súpu, brauð og grillaðar pylsur. Opnum völlinn fyrir skráningu kl 13.00.sama dag.

 • Miðvikudagur, 7. mars 2018 - 14:15
  Skemmdir unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli

  Skemmdir voru unnar á 5. braut á Kiðjabergsvelli á dögunum. Þar var ekið á bíl eða fjórhjóli inn á brautina og skemmdir unnar með því að aka í hringi á mjúkri brautinni. Eins og fram kemur á myndinni er um talsverðar skemmdir að ræða, sem tíma tekur að laga. 

 • Þriðjudagur, 2. janúar 2018 - 18:05
  4% hækkun á gjaldskránni á milli ára

  Breytingar voru gerðar á gjaldskrá GKB fyrir árið 2018 og samþykktar voru á aðalfundinum í desember.  Stærstu breytingarnar voru þær að afsláttar-aldur fer úr 67 í 70 ár. Annars verður um 4% hækkun á gjaldskránni á milli ára. Hér fyrir neðan má sjá árgjöld fyrir nýja árið.

 • Fimmtudagur, 21. desember 2017 - 20:26
  Þórhalli endurkjörinn formaður - 7 milljóna hagnaður

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs fór fam 18. desember sl. að Borgartúni 35. Þórhalli Einarsson var endurkjörinn sem formaður. Fram kom á fundinum að viðsnúningur hefur orðið í fjárhag klúbbsins, þannig að á árinu var klúbburinn rekinn með nærri 7 milljóna króna hagnaði. Félgar í GKB eru um 350 talsins.

 • Mánudagur, 4. desember 2017 - 15:38
  Aðalfundur GKB verður 18. desember!

  Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn 18. desember en ekki 9. desember, eins og áður hafði verið auglýst. Að óviðráðanlegum orsökum reyndist ekki unnt að halda fundinn 9. desember. Fundurinn verður að Borgartúni 35 (1. hæð) í Reykjavík og hefst kl. 20:00.

 • Laugardagur, 9. september 2017 - 16:36
  Magnús fór holu í höggi á par-4 braut

  Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í gær. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga.

 • Föstudagur, 8. september 2017 - 15:33
  Bændaglíma og lokahóf

  Bændaglíman og lokahófið verða á Kiðjabergsvelli laugardaginn 16. september. Keppendum verður skipt í tvö lið, A og B. Spilað verður Texas Scramble holukeppni þar sem tveir úr hvoru liði eigast við í hverju holli, hver unnin hola telur fyrir liðið. Hægt er að skrá sig á golf.is eða mæta í Golfskálann kl.10:00.

 • Sunnudagur, 13. ágúst 2017 - 18:46
  GKG fagnaði Íslandsmeistaratitli á Kiðjabergsvelli

  Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli um helgina. GKG sigraði eftir að hafa lagt GR að velli í úrslitaleik, 3:2. GM hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa unnið GK, 4:1. Það var vitað fyrirfram að okkar lið, GKB, ætti við ramman reip að draga og varð að lokum að bíta í það súra epli að falla í 2. deild ásamt sameiginlegu liði Golfklúbbs Fjallabyggðar og Dalvíkur.

 • Mánudagur, 7. ágúst 2017 - 18:32
  Vel heppnað kvennamót - myndasería

  Vel heppnað pilsa kvennamót fór fram á Kiðjabergsvelli sl. föstudag og  mættu 74 kylfingar til leiks og skemmtu sér vel í góðu veðri. Leikið var 9 holu Texas Scramble og þótti mótið takast afar vel og allir ánægðir.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.